janúar 19th, 2006

Bókun Bæjarráðs Árborgar vegna viðbyggingar við Heilbr.stofnun Suðurlands

 

Miklar umræður hafa verið á sl. árum um viðbyggingu viðHeilbrigðisstofnun Suðurlands og hjúkrunarheimili aldraðra á Selfossi. Önnur hæð hússins á að taka við af Ljósheimum en því miður fjölgar ekkiplássum frá því sem er ef einungis er um að ræða þessa hæð. Möguleiki er á að byggja þriðju hæðina ofaná húsið og væri það mikið slys ef það yrði ekki gert strax meðan húsið er í byggingu. Nú hefur skapast umræða meðal ráðamanna að þetta gæti verið möguleiki. Í bæjarráði Árborgar í morgun var bókað að Sveitarfélagið Árborg væri tilbúið til að greiða 30 % í byggingarkostnaði ásamt sveitarfélögum á Suðurlandi sem vilja taka þátt til að greiða fyrir málinu. Er það einlæg von okkar að með þessu móti takist að fjölga hjúkrunarplássum á Selfossi. Meðfylgjandi er hér bókun bæjarráðs frá því í morgun

Bókun Bæjarráðs Árborgar vegna viðbyggingar við Heilbr.stofnun Suðurlands

Hjúkrunarheimili fyrir aldraða – viðbygging við Heilbrigðisstofnun Suðurlands hækkuð um eina hæð

Bæjarráð Árborgar fagnar áformum um að byggja nú þegar þriðju hæðina ofan á viðbyggingu sem nú er unnið að við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Á hæðinni er gert ráð fyrir hjúkrunardeild fyrir aldraða. Sveitarfélagið Árborg er reiðubúið að taka þátt í byggingarkostnaði þriðju hæðarinnar, allt að 30%, ásamt öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi sem áhuga hafa á að taka þátt í verkefninu. Lögð er áhersla á að söluandvirði húsnæðis og lóðar núverandi hjúkrunardeildar á Ljósheimum renni óskipt til byggingar þriðju hæðarinnar